Bandvefslosun

Body Reroll

"Ég er búinn að vera í þjálfun fyrir Laugavegshlaupið síðan í september.
Þjálfunin setur mikið álag á líkamann og sérstaklega fætur og hné.
Ég nota tíma í Body Reroll til að vinna á móti þessu álagi og hafa þeir reynst mér
nauðsynlegir, viðhalda styrk og liðleika og hjálpa til við endurheimt."

Sturla Þór Björnsson

"Body Reroll er það allra besta sem ég hef kynnst til að vinna á stífleika og bólgum í líkamanum.
Eftir að ég byrjaði á námskeiði hjá Heklu þá hef ég upplifað aukinn liðleika og bætta hreyfifærni.
Smám saman hafa verkir og doði minnkað og líkamleg líðan orðið betri. Get ekki mælt nógu mikið með Heklu.
Hún er ekki bara dásamleg heldur fagmaður fram í fingurgóma!"

Marín Ólafsdóttir

Um Mig

HVERS VEGNA FÓR ÉG AÐ STUNDA BANDVEFSLOSUN ?
Bandvefslosun hefur hjálpað ótal mörgum að líða betur í eigin líkama og ég er ein af þeim. Eftir að hafa lent í slysi og verið frá vinnu í 14 ár fékk ég annað tækifæri. Ég fór í fyrsta tímann minn í sjálfsnuddi árið 2014 og fann strax að þetta æfingakerfi átti mjög vel við mig. Ég fann fljótt mun og ákvað þremur árum síðar að fyrst þetta gat hjálpaða mér svona mikið þá langaði mig að taka kennararéttindi og hjálpa öðrum að líða betur. Ári síðar eða 2018 fór ég í nám og útskrifaðist sem einkaþjálfari og 2019 útskrifaðist ég sem The Roll model method kennari eða kennari í bandvefslosun. Árið 2020 ákvað ég að koma með mitt eigið æfingakerfi sem kallast Body Reroll og er það blanda af bandvefslosun og teygjum. Býð upp á tíma í bandvefslosun og þá eru tímarnir sniðnir að þörfum hvers og eins hvort um er að ræða einka eða hóptíma. Lokuð námskeið bæði fyrir byrjendur og lengra komna. Boltarnir sem notaðir eru í bandvefslosun eru til sölu víða og má sjá útsölustaði neðar á síðunni. Öll kennsla fer fram í Dans og Jóga. Skútuvogi 13a.
Gefðu þér tíma og láttu þér líða betur í eigin líkama.Tek vel á móti þér
Hekla

Kennaranámskeið í Bandvefslosun Body Reroll

Body Reroll er æfingakerfi frá Heklu Guðmunds sem samanstendur af bandvefslosun, hreyfi- og djúpteygjum og slökun.
Líkami þinn á skilið annað tækifæri!
Body Reroll er æfingakerfi sem hjálpar þér að líða betur í eigin líkama. Þetta æfingakerfi hentar öllum, allt frá byrjendum til afreksfólks í íþróttum.
Í Body Reroll notum við bolta til að nudda auma vöðva og bandvef líkamans og gerum einnig teygjur. Bandvefur er stoðvefur sem hefur þann tilgang að tengja saman mismunandi vefi og vera milliliður í flutningi næringarefna og taugaboða. Ef rennsli milli bandvefslaga minnkar verður vefurinn þurr sem getur haft áhrif á hreyfigetu. Bakverkir, höfuðverkir og skert hreyfigeta eru algengar afleiðingar af of stífum bandvef.
Stífni í herðablaði getur leitt upp í höfuð og stífni í mjöðm og lærum geta einnig haft mikil áhrif á bakið.

Body Reroll getur hjálpað til við að:
draga úr verkjum og minnka vöðvaspennu,
auka hreyfifærni, hreyfanleika og liðleika,
bæta líkamsstöðu,
undirbúa líkamann fyrir átök,
og draga úr streitu og flýta fyrir endurheimt.
Þetta eru rólegir tímar sem henta öllum.

Kennaranámið er sett upp þannig að nemendur mæta eina helgi frá kl.9:00 til 16:00 báða dagana og síðan fá þeir tíma til að fara aðeins yfir efnið og koma svo aftur í klukkustund og þá velja þeir þá tímasetningu. Þetta getur verið viku síðar eða mánuði síðar því það er mjög mismunandi hvað hentar hverjum og einum.
Fyrri dagurinn er bókleg kennsla og er þá farið í staðreyndir um bandvefskerfið, uppbyggingu bandvefs, eiginleika og hlutverk. Einnig er farið í trigger punkta, líkamsvitund, hvað ber að varast, hvað þarf sérstaklega að hafa í huga því stundum erum við með stóran hóp af fólki með mjög mismunandi þarfir og þá er spurning hvernig við sinnum öllum í einu. Einnig farið í taugakerfið og flökkutaugina. Uppsetning er hugsuð þannig að nemendur fái sem bestu kennslu til að geta nýtt sér efnið til kennslu eftir útskrift.
Seinni dagurinn er verkleg kennsla og er þá farið mjög vel yfir allar æfingar og mismunandi útfærslur svo æfingarnar henti öllum.
Að lokum er útskrift þar sem allir fá skírteini sem gefur réttindi til að kenna Body Reroll. Kennari er svo til staðar eftir útskrift og ef einhverjar spurningar eru þá er sjálfsagt að hafa samband.
Þar sem rannsóknir hófust ekki fyrr en upp úr 1960 og greinin enn ung er nýtt efni á hverju námskeiði og þess vegna kemur fólk aftur og aftur á námskeið og lærir eitthvað nýtt og er það þá framhalds.
Flest félög taka þátt í kostnaði þessa námskeiðs.Verð 85.000 kr
Næsta námskeið verður haldið 7. og 8. september næstkomandi.

Meðmæli

Ég er 53 ára og hef alltaf verið vel virk og stundað þannig æfingar sem krefjast hraða og styrks ég hélt það væri það eina til að ná árangri.
Vinkona mín benti mér á kennaranámskeið hjá Heklu Guðmundsdóttir og ég ákvað að skella mér á námskeiðið.
Fyrri dagurinn snerist um sýnikennslu á beinagrindinni Bubba til þess að við sjáum hvaða árhrif boltarnir hafa á innri líkamann, bandvefinn, taugar og æðakerfið.
Seinni dagurinn fórum við í æfingarnar um hvernig við rúllum líkamann, hér voru margar og góðar æfingar ásamt ítarlegum útskýringum á hvað við vorum að vinna með í hverri rúllu.
Hekla er með mikla reynslu og þekkingu um líkamann, kennir af áhuga og heilhug og svarar öllum vangaveltum sem upp koma. Hekla segir svo vel og vandað frá að það var aðdáunarvert að læra hjá henni, allt vel skipulagt og kennt á áhugaverðan hátt.
Það sem kom mér mest á óvart var hvaða áhrif þetta hafði á mig líkamlega mér fannst losna um stíflur og líkaminn varð mun léttari en ekki svona stífur eins og áður.
Orkan reis upp og ég er ekki svona þreytt á líkama og sál.
Líkaminn er ekki alveg svona ókunnugur eins og hann var heldur veit ég svo miklu meira, hlusta betur á líkamann minn og hvað hann er að segja mér.
Harkið sem ég var í var ekki það sem mig vantaði ég þurfti að hægja á mér og líðanin er svo miklu betri. Kosturinn við námskeiðið er eftirfylgnin sem Hekla býður upp á til að halda okkur við efnið og geta fengið svör við því sem á efir að koma upp.
Hekla er viskubrunnur, notaleg og með yndislega nærveru sem skilar sér svo vel í kennslunni.
Ég er miklu fróðari eftir kennaranámskeiðið í bandvefslosun (Body Reroll) og mæli ég eindregið með kennaranámskeiðinu fyrir alla það kemur virkilega á óvart.
Takk fyrir mig Hekla Guðmundsdóttir.
Kveðja Svanhvít Una Yngvadóttir.

Útsölustaðir nuddbolta

Fjarðarkaup, Hólshrauni 1, 220 Hafnarfirði
Selur Nuddbolta miðstærð, Nuddbolta stóra,blöðrubolta og Hnetuna.
Hreyfing Heilsurækt, Álfheimar 74,104 Reykjavík.
Selur Nuddbolta miðstærð, Nuddbolta stóra og Blöðrubolta.
Hress Heilsurækt, Dalshrauni 11,
220 Hafnarfirði.
Selur Nuddbolta miðstærð.
Lyfja
Smáratorgi, Smáralind og Lágmúla selur nuddbolta miðstærð.
Sporthúsið Kópavogi, Dalsmára 9 til 11.
Selja nuddbolta miðstærð og stóra.
Heilslubúð NLFÍ Hveragerði.
Selur nuddbolta miðstærð.
Lavender og Lífið,Flúðabakki 2, 540 Blönduós.
Selur alla bolta.

HAFÐU SAMBAND/PANTA TÍMA

Fylgdu okkur á samfélagsmiðlum.